top of page

ÞJÁLFARAR

Hjá félaginu starfa reynslumiklir þjálfarar innan íþróttarinnar. Þær hafa reynslu sem keppendur, þjálfarar, dómarar og hafa unnið að uppbyggingu skautaíþróttarinnar innan ýmissa nefnda Skautasambands Íslands.


Allar eiga þær það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga og ástríðu fyrir íþróttinni og vilja allt gera til að koma samhæfðum skautadansi af stað á ný.

Hægt er að hafa sambandi við þjálfara hér: skautajokull@gmail.com

stina.jpg

Kristín Ómarsdóttir

Kristín Ómarsdóttir er fædd árið 1987.

Keppnisferill Kristínar var bæði sem einstaklings en líka synchro skautari.Hún byrjaði að æfa einstaklings íþróttina árið 1998 og um 2000 var hún farin að æfa synchro með liði sem hét Kristallarnir sem og aðstoða við þjálfun. Síðar skautaði hún með Ísmolunum og Ísálfunum. Kristín æfði einstaklings og var í tveimur synchro liðum samhliða þjálfun, allt þar til synchro var lagt niður árið 2005. Kristín fór á fjölda keppna erlendis sem einstaklings- og synchro skautari þ.á.m. heimsmeistaramótið með Ísmolunum 2003. 

 

Kristín hefur víðamikla þjálfara reynslu og menntun bæði sem einstaklings þjálfari sem og þjálfari í synchro. Hún byrjaði að þjálfa árið 2001 og er enn starfandi í dag. Kristín hefur þjálfað byrjendur jafnt sem lengra komna, bæði innan félagalínunnar sem og keppnislínunnar. Hún hefur verið skautaskólastjóri og séð um skautum regnbogann, verið umsjónarþjálfari og þjálfað meistaraflokka og séð um grunnpróf. Þá hefur hún þjálfað fullorðinsflokka, einstaklinga með fötlun og tekið að sér þjálfun utanaðkomandi hópa s.s. vinahópa, fyrirtækja. Þá stofnaði hún liðið Norðurljós sem keppi á þó nokkrum mótum erlendis fyrst undir stjórn Kristínar en síðar undir stjórn Sunnu sem þá náði góðum árangri í sínum flokki. 

Kristín hefur tvisvar tekið þátt í þjálfaramenntunar prógraminu ODP á vegum ISU. En það er þróunarverkefni sem eru 4 ár í senn. Einnig hefur hún fylgt erlendum þjálfurum sem þjálfa einstaklingsskautara í einkaþjálfun í Kanada.
Ásamt þjálfarastörfum hefur Kristín starfað fyrir Skautasambandið í ýmsum verkefnum s.s. við innleiðingu skautum regnbogans, setið í þjálfaranefnd og nú í þjálfara og fræðslunefnd. Þá sinnir hún menntun nýrra þjálfara fyrir hönd skautasambandsins.

 

Kristín var ein af fyrstu íslensku einstaklingum til að fara í gegnum dómaramenntun. Þá lærði hún fyrst á gamla kerfið en síðar á nýja kerfið sem notað er í dag. Hún starfaði sem dómari fyrir íþróttina til ársins 2008 en þá varð hún að velja á milli þess að vera dómari eða þjálfari og varð þjálfarastarfið fyrir valinu. 

 

Kristín er menntaður íþróttafræðingur og með mastersgráðu í kennsluréttindum. Hún hefur starfað sem íþróttafræðingur víða s.s. Grensás, Heilsuborg, geðdeildinni á Hringbraut auk þess fyrir önnur félög sem íþróttastjóri barnastarfs en líka þjálfað íshokkí.
Núverandi staða Kristínar er umsjónarkennari í grunnskóla. 

solla.jpg

Sólveig Dröfn Andrésdóttir

Sólveig Dröfn Andrésdóttir er fædd árið 1985.

Keppnisferill Sólveigar Drafnar var fjölbreyttur bæði sem einstaklings og synchroskautari. Hún hóf skautaferilinn árið 1997 og varð Íslandsmeistari árið 1999. Árið 1999 byrjaði hún að æfa synchro og stundaði báðar íþróttagreinar samtímis til ársins 2005 þegar synchroliðið var lagt niður. Hún fór í fjölda synchrokeppnisferða og þ.á.m. á tvö heimsmeistaramót með Ísmolunum. Hún hefur farið í æfingabúðir ásamt 3 öðrum íslenskum synchroskauturum til Finnlands. Einnig var hún ásamt Sunnu í sambandi við kanadíska senior liðið Nexxice sem voru þáverandi heimsmeistarar. Fóru þær báðar til þeirra í Kanada en þjálfari liðsins kom einnig til Íslands. 

Einnig hefur hún lært ýmislegt í ísdansi bæði í Bretlandi og Danmörku.

Sólveig Dröfn hefur víðtæka þjálfaramenntun bæði í einstaklingsskautun og synchro. 

Hún byrjaði að þjálfa 2002 og er enn starfandi í dag. Hún hefur séð um Skautum regnbogann, þjálfun fyrir grunnpróf, þjálfað á öllum stigum í einstaklings og hefur þjálfað synchroliði í 3 mismunandi aldursflokkum, Frostrósir (mixed age/junior), Ísbirnir (novice) og Snjókornin (juvenille). Synchroliðin kepptu nokkrum sinnum erlendis og var besti árangurinn þegar Frostrósir lentu í 3ja sæti í mixed age flokki og svo í öðru sæti í junior flokki.  Einnig hefur Sólveig þjálfað skautara sem keppa eftir reglum Special Olympics og farið erlendis með keppendur.

Ásamt þjálfarastörfum hefur hún tekið þátt í kennslu fyrir þjálfaranámið.

 

Hún var meðal fyrstu íslensku dómaranna með réttindi í IJS kerfinu. 

Hún lærði bæði gamla 6.0 dómarakerfið og var svo með þeim fyrstu sem lærðu IJS kerfið og dæmdi það í nokkur ár eða til 2007-8. Á þeim tímapunkti þurfti hún að velja á milli að vera dómari eða þjálfari og varð þjálfarastarfið varð fyrir valinu.

 

Hún er lærð og starfar sem sjúkraþjálfari á Heilsustofnun í Hveragerði.

Sólveig Dröfn er meðlimur í afreksnefnd ÍSS og starfar sem fagaðili í afreksteymi ÍSS á sviði sjúkraþjálfunar.

sunna.jpg

Sunna Björk Mogensen

Sunna Björk er fædd árið 1986.

Keppnisferill Sunnu var bæði innan einstaklings og synchroskautunar. Hún hóf skautaferilinn árið 1998 og árið 2000 byrjaði hún að æfa synchro með Ísmolum og Kristöllum. Hún stundaði báðar íþróttagreinar samtímis til ársins 2005 þegar synchro var lagt niður. Hún fór í fjölda synchro keppnisferða erlendis og þá meðal annars á tvö heimsmeistaramót með Ísmolunum, árið 2002 og 2003.

 

Árið 2007 flutti hún til Svíþjóðar til að skauta meira synchro þar sem ekkert lið var starfandi á Íslandi og árið 2008 fór hún á sitt þriðja heimsmeistaramót fyrir hönd Svíþjóðar. Árið 2009 fór hún ásamt 3 öðrum íslenskum synchroskauturum á þjálfaranámskeið til Finnlands á vegum ISU. Einnig var hún ásamt Sólveigu í sambandi við kanadíska senior liðið Nexxice sem voru þáverandi heimsmeistarar. Fóru þær báðar til þeirra í Kanada en þjálfari liðsins kom einnig til Íslands. 

Sunna hefur einnig víðtæka þjálfaramenntun bæði í einstaklingsskautun og synchro. Hún byrjaði að þjálfa í skautaskólanum árið 2002 og þjálfaði nánast samfellt til ársins 2016 þegar hún fór erlendis í nám. Sunna hefur þjálfað byrjendur jafnt sem lengra komna ásamt því að klippa prógramstónlist og búa til prógröm fyrir fjölda keppenda. Hún starfaði einnit sem Skautaskólastjóri í nokkur ár. Hún þjálfaði einnig synchro liðin Frostrósir og Ísbirni ásamt Sólveigu veturinn 2008-2009 og svo Norðurljósin frá 2013-2016 með góðum árangri á mótum erlendis. 

Sunna Björk er einnig starfsmaður á panel og er ISU DRO (Data and Replay Operator) en það er hæsta gráða hjá Alþjóða skautasambandinu. Hún hefur einnig grunn réttindi sem tæknisérfræðingur.

Sunna Björk er menntuð sem margmiðlunarfræðingur sem og Effects Technical Director og starfar hún sem hreyfimyndahönnuður hjá Gagarín.

bottom of page