top of page

Fyrstu rúlluskautaæfingar Jökuls fóru fram í gær Miðvikudaginn 28.Apríl í

Hjólaskautahöllinni fyrir synnchro hópinn.

Mætingin var góð og allir voða spenntir að prófa!






Stofnuð hefur verið Rúlluskautadeild hjá Jökli!

Hugmyndin er að stundaðar verði rúlluskautaæfingar meðfram ísæfingum hjá iðkendum Jökuls ásamt því að auka enn fjölbreytileika í skautaíþróttum á Íslandi.


Rúlluskautar geta verið allskonar og undir þá flokkast meðal annars línuskautar (inline skates) og hjólaskautar (quad skates).


Rúlluskautar byggja á sama grunni og skautar á ís og þjálfa samskonar vöðvahópa og er því tilvalin og skemmtileg viðbót við ísæfingar.

Rúlluskautaæfingar munu fara fram meðal annars í nýju Hjólaskautahöllinni ásamt því að vera stundaðar úti þegar veður leyfir. Einnig munum við bjóða uppá byrjenda og grunn- rúlluskautanámskeið fyrir almenning innan skamms sem verður auglýst fljótlega.


Spennandi tímar framundan!

FRÉTTIR

bottom of page