top of page

Ein stærsta synchro frétta síða í heimi tók fyrir stuttu viðtal við Elísabetu Soffíu okkar!

Elísabet á langan ferill í synchro og skautaði meðal annars með Frostrósum og Norðurljósum hér á landi og hefur einnig æft og skautað með liðum í Bretlandi.

Það er alveg frábært fyrir litla Ísland að fá svona flotta kynningu á starfinu okkar og við höfum nú þegar fengið frábærar undirtektir úr synchro heiminum.

Spennandi tímar framundan! Hér má lesa greinina: https://www.jurasynchro.com/?page=article&s=ymal&id=1028



//One of the biggest synchro news media took a interview with one of our skater Elísabet Soffía!

Elísasbet has a long career in synchro and skated for years with Team Frostroses and Team Northern Lights and has also skated with teams in the UK.

It´s amazing for little Iceland to get such a great introduction to our synchro development and we have already received great support from the synchro world.

Exciting times ahead! Here is the article: https://www.jurasynchro.com/?page=article&s=ymal&id=1028

ÍSS (Skautasamband Íslands) eru stoltir stuðningsmenn uppbyggingar á æfingum fyrir samhæfðan skautadans og verða æfingar Jökuls reglulega fram á vor í samvinnu við ÍSS.


Næsta æfingar verða föstudaginn 12.febrúar í Egilshöll - og er sú æfing einnig opin fyrir þá sem vilja prófa æfingar hjá okkur.


Vegna þjálfaranámskeiðs ÍSS sama dag verða eru tímarnir aðeins öðruvísi en voru síðastliðin föstudag. Unglingahópur mun deila ís með þeim sem sækja þjálfaranámskeiðið.


Unglingahópur:

18:40 - 19:00 Upphitun, spjall, fræðsla

19:15 - 20:15 ÍS

20:20 - 20:30 Teygjur Fullorðinshópur:

19:40 - 20:00 Upphitun, spjall

20:15 - 21:00 ÍS

21:05 - 21:20 Teygjur


Við minnum á mikilvægi þess að skrá sig á æfingar til að tryggja pláss!

skautajokull@gmail.com

ree



Í gær fóru fram fyrstu æfingar Skautafélags Jökuls!

Við erum í SKÝJUNUM og eiginlega alveg ORÐLAUSAR yfir fjölda skautara sem mættu!

Þvílík ORKA og SKAUTA GLEÐI og alveg yndislegt að sjá alla! Margir voru að koma á ísinn aftur eftir langa fjarveru en þrátt fyrir það voru flestir ef ekki allir fljótir að rifja upp gamla takta og mátti sjá alla skauta með bros á vör

Við vorum líka ótrúlega ánægðar með þann fjölda skautara sem mættu sem hafa aldrei prufað synchro áður og virtust allir skemmta sér vel.

Í lok tímans fengur stofnendur og þjálfarar Jökuls blóm að gjöf og hamingjuóskir frá Skautadeild Asparinnar - takk fyrir okkur!


Takk fyrir frábærann tíma og við vonumst til að sjá ykkur öll aftur á næstu æfingu - og vonandi fleiri líka!

Næstu æfingar verða föstudaginn 12.febrúar og verða auglýstar betur á næstu dögum.

FRÉTTIR

bottom of page