Við erum svo ÓTRÚLEGA spennt að sjá ykkur í kvöld á fyrstu synchro æfingu Skautafélags Jökuls!
Það er alveg topp skráning og nánast fullt í báða hópa!
EN eins gaman og það verður hjá okkur í kvöld þá verðum við að muna að við erum ekki alveg laus við faraldurinn ennþá og það eru enn strangar sóttvarnarreglur sem gilda við íþróttastörf. Við þurfum öll að vinna saman og reyna að passa að fara eftir þeim með bestu getu
Hér eru helstu punktar, en sóttvarnarreglur sem Skautasamband Íslands gefur út má finna hér: http://www.iceskate.is/covid-19/
Sjáumst í kvöld!