top of page

Við erum svo ÓTRÚLEGA spennt að sjá ykkur í kvöld á fyrstu synchro æfingu Skautafélags Jökuls! Það er alveg topp skráning og nánast fullt í báða hópa!

EN eins gaman og það verður hjá okkur í kvöld þá verðum við að muna að við erum ekki alveg laus við faraldurinn ennþá og það eru enn strangar sóttvarnarreglur sem gilda við íþróttastörf. Við þurfum öll að vinna saman og reyna að passa að fara eftir þeim með bestu getu

Hér eru helstu punktar, en sóttvarnarreglur sem Skautasamband Íslands gefur út má finna hér: http://www.iceskate.is/covid-19/



Sjáumst í kvöld!

Fyrsti prufutímar verða föstudaginn 5.febrúar í Egilshöll.

Allir velkomnir! :)


UNGLINGAHÓPUR: (10-13 ára og 14-19 ára)


18:20 - 19:00 Upphitun, spjall, fræðsla

19:15 - 20:05 ÍS

20:10 - 20:25 Teygjur


FULLORÐINSHÓPUR: (20 ára og eldri)


19:30 - 19:50 Upphitun, spjall

20:05 - 21:00 ÍS

21:05 - 21:20 Teygjur Skráningar fara fram í gegnum skautajokull@gmail.com


Við kynnum til leiks með stolti, splunkunýtt skautafélag: Skautafélagið Jökull!

Ætlunin er þó ekki að stofna til samkeppni við hin félögin heldur auka fjölbreyttni innan skauta íþrótta og bjóða uppá æfingar í samhæfðum skautadansi sem hefur ekki verið starfandi síðan 2016.

Sérstök áhersla verður lögð á unglingastarf og er markmiðið að reyna að grípa þá iðkendur sem hafa nýlega dottið úr íþróttinni, en mikið brottfall hefur verið síðastliðin ár. Með þessu vonum við að geta boðið upp á meiri tækifæri innan íþróttarinnar og hækkað meðalaldurinn en hann er nú í sögulegu lágmarki hér á landi. Endilega skoðið ykkur um á síðunni fyrir helstu upplýsingar! Allar fyrirspurnir má senda á skautajokull@gmail.com

FRÉTTIR

bottom of page