top of page

RÚLLUSKAUTADEILD NÝTT!

Stofnuð hefur verið Rúlluskautadeild hjá Jökli!

Hugmyndin er að stundaðar verði rúlluskautaæfingar meðfram ísæfingum.

 

Undir Rúlluskauta flokkast meðal annars línuskautar (inline skates) og
hjólaskautar (quad skates). Rúlluskautar byggja á sama grunni og skautar á ís

og þjálfa samskonar vöðvahópa og er því tilvalin og skemmtileg viðbót við ísæfingar.

Rúlluskautaæfingar munu fara fram í nýju Hjólaskautahöllinni ásamt því að

vera stundaðar úti þegar veður leyfir.

Hjólaskautahöllin er í umsjón Roller Derby Iceland og erum við í góðri samvinnu við þau.

RÚLLUSKAUTANÁMSKEIÐ FYRIR BYRJENDUR

Til stendur að halda einnig rúlluskautanámskeið fyrir almenning, byrjendur jafnt og lengra komna - börn, unglinga og fullorðna. 

Kennt verður í hópum og einnig verður hægt að bóka einkatíma.

Í sumar fóru fram fjöldamörg námskeið sem voru vel sótt.

Næstu námskeið:
Engin námskeið á dagskrá eins og er

 


 

 

logo_inline2.png
bottom of page