HVAÐ ER SYNCHRO ?
Samhæfður Skautadans er á ensku Synchronized Skating, en við notum oft styttinguna: SYNCHRO
Synchro er ung grein innan skautaíþróttarinnar sem er í örum vexti um allan heim. Ólíkt því sem gerist i listhlaupi og ísdansi rennir sér stór hópur skautara samtímis á svellinu.
Hvert lið samanstendur af 12-20 einstaklingum sem skauta við tónlist og mynda með mismunandi skiptingum hvert mynstrið á fætur öðru. Reynd og vel samhæfð lið geta náð upp miklum hraða og skipt svo snilldarlega á milli mynstra að áhorfendur átta sig sjaldnast á hvernig skiptingarnar fóru fram.
Vinsældir samhæfðs skautadans hafa aukist gríðarlega á undanförnum árum og er ekki að undra þar sem um er að ræða í senn fallega, skemmtilega og spennandi íþróttagrein.
Fyrsta liðið í samhæfðum Skautadansi á Íslandi var stofnað árið 1998 og það síðasta lagðist niður árið 2016.
Á myndinni fyrir ofan má sjá brot af þeim liðum sem hafa verið starfandi.
Lið sem hafa verið starfandi á Íslandi:
-
Ísmolarnir 1998-2003 (senior)
-
Kristallar 2000-2001 (junior)
-
Eldingar 2000-2001 (junior)
-
Snjókorn 2001 -2002 (novice)
-
Ísálfar 2003-2005 (mixed age)
-
Frostrósir 2006-2011 (novice, mixed age, junior)
-
Ísbirnir 2009-2011 (novice)
-
Snjókorn 2010-2011 (juvenille)
-
Norðurljós 2008-2016 (mixed age)