NAFNIÐ JÖKULL
Við vildum finna fallegt og sterkt íslenskt orð sem allir þekkja. Jökull er tignarlegt náttúruundur sem við Íslendingar erum stoltir af og fannst okkur það eiga vel við. Jökull hefur einnig tengingu í ís, snjó og klaka, eitthvað sem við sjáum á hverjum degi á skautasvellinu.
Eitt megineinkenni jökla er að þeir hreyfast undan þunga sínum, renna fram og eru stöðugt að móta landið sem þeir hvíla á. Þannig er hægt að ímynda sér hvernig samhæft skautalið rennur eftir ísnum og myndar allskonar mynstur.



jökull k. ‘ís, klaki; þykk (ævarandi) snjó- eða ísbreiða (einkum á fjöllum uppi); fjall (fjöll) með þessháttar íshettu eða -breiðu’; sbr. fær. jøkul, jøkil, nno. jøkul, jokul, jakel (s.m.), fsæ. is-ikil, gd. egle ‘ísdröngull’, fe. gicel, fhþ. ichil, gikele (s.m.); < germ. *jekula-, *jekila-. Sjá jaki (1) og -ull. Jökull kemur einnig fyrir sem karlmannsnafn og er notað í kenningum (sem stofnliður) um silfur og vopn líkt og ís.