Jökull tekur þátt í alþjóðlegri synchro sýningu!
- Skautafélagið Jökull
- Mar 26, 2021
- 1 min read
Okkur hefur verið boðið að taka þátt í alþjóðlegri synchro sýningu sem fram fer Laugardaginn 3.Apríl kl 16!
Sýningin ber heitið "From Darkness to Light" og er markmiðið að koma saman eftir erfiða mánuði í baráttunni við heimsfaraldurinn og tendra ljós með von um bjartari tíma. Eins og er eru skráð 107 lið frá 23 löndum sem taka þátt og verður sýningin haldin í netheimum.
Öll liðin hafa sent inn myndbönd frá æfingum eða sýningum og verður allt klippt flott saman. Það verður gaman að sjá okkur skauta innan um öll þessi flottu lið!
Sýningin er fjáröflunarsýning þar sem liðin fá ágóða af og hvetjum við alla til kaupa sér miða á þessa flottu sýningu! Hægt verður að horfa á sýninguna í 48 tíma eftir að hún er sýnd.
Hér er hægt að kaupa miða og lesa meira um sýninguna.
https://www.oneteammvmt.org/.../otm-global-synchro...
Ef þið ætlið að kaupa miða megið þið endilega nota afsláttar kóðann "GLACIER_Ice" , og ágóðinn verður eyrnamerktur okkur.
Þar sem við erum ekki komin með mynduð lið munum vera kynnt sem Team Glacier. Vonum að sem flestir kíki á þessa flottu sýningu!
Comments