Í gær fóru fram fyrstu æfingar Skautafélags Jökuls!
Við erum í SKÝJUNUM og eiginlega alveg ORÐLAUSAR yfir fjölda skautara sem mættu!
Þvílík ORKA og SKAUTA GLEÐI og alveg yndislegt að sjá alla! Margir voru að koma á ísinn aftur eftir langa fjarveru en þrátt fyrir það voru flestir ef ekki allir fljótir að rifja upp gamla takta og mátti sjá alla skauta með bros á vör
Við vorum líka ótrúlega ánægðar með þann fjölda skautara sem mættu sem hafa aldrei prufað synchro áður og virtust allir skemmta sér vel.
Í lok tímans fengur stofnendur og þjálfarar Jökuls blóm að gjöf og hamingjuóskir frá Skautadeild Asparinnar - takk fyrir okkur!
Takk fyrir frábærann tíma og við vonumst til að sjá ykkur öll aftur á næstu æfingu - og vonandi fleiri líka!
Næstu æfingar verða föstudaginn 12.febrúar og verða auglýstar betur á næstu dögum.
Comments