top of page
Search

Nýtt! Rúlluskautadeild Jökuls!

Writer's picture: Skautafélagið JökullSkautafélagið Jökull

Stofnuð hefur verið Rúlluskautadeild hjá Jökli!

Hugmyndin er að stundaðar verði rúlluskautaæfingar meðfram ísæfingum hjá iðkendum Jökuls ásamt því að auka enn fjölbreytileika í skautaíþróttum á Íslandi.


Rúlluskautar geta verið allskonar og undir þá flokkast meðal annars línuskautar (inline skates) og hjólaskautar (quad skates).


Rúlluskautar byggja á sama grunni og skautar á ís og þjálfa samskonar vöðvahópa og er því tilvalin og skemmtileg viðbót við ísæfingar.

Rúlluskautaæfingar munu fara fram meðal annars í nýju Hjólaskautahöllinni ásamt því að vera stundaðar úti þegar veður leyfir. Einnig munum við bjóða uppá byrjenda og grunn- rúlluskautanámskeið fyrir almenning innan skamms sem verður auglýst fljótlega.


Spennandi tímar framundan!

Comments


bottom of page